Björn Bragi Arnarsson uppistandari hefur ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í sjónvarpsþáttunum Gettu betur. Björn greinir frá þessu í færslu á Facebook. Björn hefur verið spyrill í Gettu betur undanfarin 5 ár en í færslunni segist hann vilja axla ábyrgð.
Björn sendi í nótt frá sér yfirlýsingu vegna myndbands sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum af honum þar sem hann áreitir 17 ára stelpu kynferðislega.
Sjá einnig: Brot Björns Braga varða allt að 2 ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum
„Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður,“ skrifar Björn.
Færslan
Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari…
Posted by Björn Bragi Arnarsson on Þriðjudagur, 30. október 2018