Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur í dag vegna elds sem kviknaði í húsi við Kirkjuveg á Selfossi. Talið er að maður sé inni í húsinu sem nú brennur. Það er Rúv sem greinir frá þessu.
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir í samtali við fréttastofu Rúv að ekki hafi enn tekist að komast að manninum. Reykkafarar fóru inn í húsið við komu en voru fljótlega kallaðir aftur út þegar í ljós kom að aðstæður voru of hættulegar.
Nú hefur mesti eldurinn verið slökktur en mikill reykur og hiti er enn í húsinu.
Uppfært 17:38:
Lögreglan hefur beðið vegfarendur að halda sig frá vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila. Þá eru nágrannar beðnir um að loka gluggum.
Mikill eldur er nú í húsi við Kirkjuveg á Selfossi. Viljum við biðja vegfarendur að halda sig frá vettvangi til að…
Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Miðvikudagur, 31. október 2018