Auglýsing

Árásin á Akureyri getur varðað ævilöngu fangelsi – Tíu stungusár á andliti, hálsi og baki

Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald á Akureyri vegna líkamsárásar sem var flokkuð sem tilraun til manndráps er grunaður um brot sem getur varðað ævilöngu fangelsi. Maðurinn stakk annan mann með hníf en brotaþoli var alls með tíustungusár eftir árásina, þar á meðal á hálsi og andliti. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Sjá einnig: Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar líkamsárás á Akureyri sem tilraun til manndráps

Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að maðurinn hafi haft hnífsblað í krepptum hnefa þegar hann slær brotaþola í efri hluta líkamans, háls og höfuð. Á myndbandinu sjáist þegar brotaþoli verði alblóðugur. Við húsleit á heimili árásarmannsins fannst blóðugur hnífur.

Brotaþoli var með tíu skurði á efri hluta líkama þar á meðal djúpur skurður neðan við vinstra kjálkabarð, í gegnum munnvatnskirtil og vöðva, nálægt bláæð. Brotaþoli hlaut einnig djúpan skurð um vinstra gagnauga sem flísaði úr höfuðkúpu hans. Einnig höfuðkúpubrotnaði hann vinstra megin á hnakkanum.

Gæsluvarðhald yfir manninum gildir til 30. nóvember næstkomandi. Í gæsluvarðhaldsúrskurði segir að sterkur grunur sé um að aðilinn hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað ævilöngu fangelsi. Brotið sé þess eðlis að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing