Samfélagsmiðlastjarnan og söngkonan Dagbjört Rúriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir „Dansa ei lengur ein“ en Dagbjört fær kærastann sinn Gísla Mána Rósuson til liðs við sig í laginu.
„Þetta lag er afar nálægt hjarta mínu og samdi ástin mín, Gísli Máni gítarspilið og ég textann/laglínuna,“ skrifar Dagbjört í færslu sem hún birtir um lagið á Facebook.
Þetta er fyrsta lagið sem Dagbjört gefur út ein en hún er hluti af stúlknabandinu Zinnia sem sendi á dögunum frá sér sitt fyrsta lag, Gemmér.