Notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu fljótlega hafa kost á því að eyða skilaboðum sem þeir sjá eftir að hafa sent á Facebook Messenger. Þessi nýji möguleiki var kynntur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Notendur munu hafa tíu mínútur til þess að eyða skilaboðunum áður en að viðtakandinn sér þau. Ef þú sendir óvart ranga mynd, rangar upplýsingar eða sendir skilaboðin í rangan þráð þá er auðveldlega hægt að leiðrétta mistökin.
Hingað til hefur einungis verið hægt að eyða skilaboðum þannig að þau hverfi einungis þín megin en nú er í fyrsta skipti boðið upp á að eyða þeim áður en hinn notandinn sér þau.