Á kickstarter má finna aragrúa af viðskiptahugmyndum sem bíða eftir hópfjármögnun. Þar er hægt að styrkja allskonar hugmyndir frá tímaritaröð um karlmennsku til WiFi fjölpotts.
Aldrei gleyma varasalvanum
Gripchap er ný vara þar sem þú festir varasalva aftan á símann þinn. Notkunarmöguleika vörunnar eru þannig tvíþættir. Annars vegar að vera box fyrir varasalva sem fylgir þér hvert sem þú tekur símann með og hins vegar nýtist lokið sem límt er aftan á símann sem grip og statíf.
Ekki þykkari en bíllykill
Það er ágætt að þróun síma undanfarið hafi verið að gera þá þynnri með hverri útgáfu þar sem nú er hægt að líma aukahluti sem þessa aftan á þá. Þetta hentar í það minnsta vel fyrir fólk sem finnst nauðsynlegt að taka varasalva með sér hvert sem það fer.
Þetta er ekki kostuð auglýsing. Höfundur er einfaldlega heillaður af hvað sé mikið af drasli til í heiminum.