Auglýsing

Hamborgarastaður Emmsjé Gauta slær í gegn: „Því miður er allt uppselt“

Nýr og endurbættur Hagavagn opnaði í Vesturbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Nýji staðurinn sérhæfir sig í hamborgurum og óhætt er að segja að staðurinn hafi slegið í gegn.

Sjá einnigEmmsjé Gauti býður Ingó Veðurguð á opnun Hagavagnsins: „Makk-Gauti, þetta hljómar svolítið eins og hamborgarastaður“

Vinsældir staðarins voru slíkar að um kvöldmatarleytið í kvöld var skellt í lás. Ástæða lokunarinnar var sú að allt hráefnið sem pantað hafði verið inn fyrir helgina var uppselt. „Við eigum ekkert til svo við neyðumst til að hafa lokað í kvöld og á morgun. Opnum dyrnar aftur á mánudaginn. Takk fyrir að taka vel á móti okkur,“ skrifuðu aðstandendur staðarins í færslu á Twitter.

Meðal þeirra sem standa að staðnum eru tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti og veitingamaðurinn Ólafur Örn Ólafsson. Aðrir eigendur eru hjónin Rakel Þórhallsdóttir og Jóhann Guðlaugsson.

„Nammið er búið“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing