Jóhann Gíslason, sem saknað hefur verið frá því um miðjan júlí, fannst látinn á Spáni á fimmtudag. Það er Mbl.is sem greinir frá þessu.
Síðast spurðist til Jóhanns þann 12. júlí þegar hann sást á leið á strönd á Alicante. Fjórum dögum síðar var lýst eftir honum. Ekkert bendir til þess að lát Jóhanns hafi borið að með saknæmum hætti.
Jónas Hallgrímur Ottósson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Vesturlandi segir í samtali við Mbl að búið sé að tilkynna ættingjum Jóhanns um lát hans.