Auglýsing

Manni bjargað úr brennandi húsi á Selfossi

Eldur kviknaði í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi á Selfossi laust fyrir miðnætti í gærkvöld. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu ásamt sjúkraliði og lögreglu voru sendir á vettvang. Það er Rúv sem greinir frá þessu.

Staðfest var að einn maður væri í íbúðinni og voru reykkafarar því sendir inn. Skömu síðar komu þeir út með manninn. Honum var í kjölfarið ekið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem hann fær nú aðhlynningu. Grunur er um að hann hefði fengið reykeitrun, að því er fram kemurí frétt Rúv.

Búið er að sökkva allan eld í búðinni en unnið er að reykræstingu. Upptök eldsins eru ókunn og rannsakar lögreglan nú tildrög hans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing