Ökumaður bifreiðar sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Borgarfjarðarbraut rétt norðan við Flókadalsá í gær var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu á slysadeild. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.
„Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi, rannsóknarnefnd umferðarslysa og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru á vettvangi,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.