Mikil umræða hefur myndast undanfarið vegna verks sem Jón Gnarr fékk í gjöf frá götulistamanninum Banksy í borgarstjóratíð sinni.
Örskýring: Afhverju eru allir að tala um málverk Jóns Gnarr?
Jón lét farga gjöfinni í gær en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokks lögðu til á fundi borgarráðs í gær að borgin myndi kanna hvort skapabótaskylda hefði skapast við förgun á verkinu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.
Óskað var eftir öllum samskiptum Jóns Gnarr eða annarra starfsmanna borgarinnar við fulltrúa litamannsins vegna verksins og óskað var eftri áliti borgarlögmanns á því hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið heim til sín að lokinni borgarstjórnartíð.
Jón greindi frá því á Twitter að hann hafi fengið skilaboð frá Banksy áðan þar sem hún lýsir yfir stuðningi við hann. Samkvæmt Jóni sagðist hún ætla að senda honum nýtt verk verði hann dæmdur fyrir að eyðileggja verkið hennar.
https://twitter.com/Jon_Gnarr/status/1063386783071776768