Sólrún Diego, ein af vinsælustu snöppurum landsins, hætti á Snapchat um tíma eftir að hafa fengið senda mynd af dóttur sinni á leikskólanum. Í þættinum Sítengd sem sýndur er á Rúv segir Sólrún frá þessu óþægilega atviki. Sjáðu brot úr þættinum hér.
Sólrún er gríðarlega vinsæl á Snapchat, þar sem hún sýnir frá daglegu lífi. Hún passar þó vel hvaða myndir hún setur inn af fjölskyldu sinni. „Ég set aldrei neitt sem má ekki fara lengra, það eru tugir manns sem screenshota myndir af henni. Eða vídeó eða eitthvað. Ég ritskoða hvað ég set inn af henni,“ segir Sólrún í þættinum.
Sjá einnig: Geggjaðar eftirhermur Tryggva slá í gegn: Nær Binna Glee, Sólrúnu Diego og Gylfa Sig fáránlega vel
„Ég hef alveg fengið mynd, einu sinni af leikskólanum hjá stelpunni minni. Sagt hún vissi hvar hún væri og hvaða deild hún væri og annað. Það var mjög óþægilegt, virkilega,“ segir Sólrún sem skömmu síðar flutti í nýtt hverfi og hætti um tíma á Snapchat.
Það er á þessu tímabili þar sem ég ákvað að hætta á Snappchatt en ákvað síðan bara að þetta er partur af þessu
Sólrúnu stóð ekki á sama eftir að hún fékk myndina senda. „Þarna var ég mjög hrædd, já. Af því þegar ég fæ þessa mynd, ég veit ekkert hvenær þessi mynd er tekin, hvort viðkomandi hafi átt þess mynd eða fundið hana á netinu eða annað, þá var ég ekki með barninu. Barnið var í leikskólanum þannig það var mjög óþægilegt.“