Auglýsing

Stjörnu-Sævar rakti ótrúlega sögu Nocco-dósarinnar í ruslinu í MR: „Áhrifavaldar hvöttu framhaldsskólanema til að drekka orkudrykkinn“

Stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu-Sævar eins og hann er jafnan kallaður birtir áhugaverða hugleiðingu um áldós á Facebook-síðu sinni í dag. Hugleiðingin hefur vakið mikla athygli en hana má sjá í heild sinni hér að neðan.

Með hugleiðingunni birti Sævar mynd af ruslatunnu í Menntaskólanum í Reykjavík en þar mátti sjá sjö tómar dósir af Nocco-drykknum vinsæla. Sævar rakti sögu dósanna.

„Í Ástralíu grófu stórvirkar vinnuvélar upp báxít sem ekið var burt í verksmiðju sem breytti því í súrál. Súrálið var flutt í þungu fraktskipi til Íslands til að vinna úr því ál með rafskautum úr kolefni. Til þess þurfti mikið rafmagn sem framleitt var með því að eyðileggja land. Frá Íslandi var siglt með álið til Hollands þaðan sem því var dreift um Evrópu þar sem álið var pressað og dós búin til í verksmiðju sem knúin var af kolum.

Dósin var flutt til Svíþjóðar og hún síðan send aftur með skipi til Íslands, í þetta sinn barmafull af bragðbættu koffínvatni. Á hafnarbakkanum sótti sendibíll dósina og ók henni í verslun. Áhrifavaldar hvöttu framhaldsskólanema til að drekka orkudrykkinn sem þau svolgruðu í sig á örfáum mínútum. Dósinni var svo hent í ruslið sem síðan var grafið í jörðina. En það gerir ekkert til því dósin er úr umhverfisvænasta málmi í heimi,“ skrifar Sævar.

Færsla Sævars

Í Ástralíu grófu stórvirkar vinnuvélar upp báxít sem ekið var burt í verksmiðju sem breytti því í súrál. Súrálið var…

Posted by Sævar Helgi Bragason on Mánudagur, 19. nóvember 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing