Jón Gnarr vakti mikla athygli á Twitter í gær þegar hann birti myndir af sér sem Georg Bjarnfreðarson. Myndirnar vekja upp margar spurningar og eru spurningar farnar að vakna um endurkomu bensínstöðvarstarfsmannsins sem sló í gegn í Vaktarseríunum á sínum tíma.
Sjá einnig: Jón Gnarr braut Internetið þegar hann las ummæli Jóns Vals sem Indriði: „HVERJIR BORGA?”
Jón er einn af þeim sem skrifar Áramótaskaupið í ár og telja margir líklegt að Georg snúi aftur í skaupinu. Tökur á skaupinu hófust um miðjan nóvember. Jón hefur áður rifjað upp gamlar persónur í Áramótaskaupi en árið 2016 sneri Fóstbræðrapersónan Indriði eftirminnilega aftur.
Netverjar eru forvitnir og vilja vita hvort nýtt efni sé á leiðinni með Georg en Jón hefur enn sem komið er ekki gefið nein svör. Með myndunum lætur hann fylgja með myllumerkið #georgskjör.
Sjá einnig: 18 bestu karaktera Jóns Gnarr: Lýður Odds, Georg, Kleinar og allir hinir
#Georgskjör pic.twitter.com/tToJWJH4IK
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 24, 2018
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 24, 2018