Auglýsing

Býr á Íslandi en nýtir ferðir til Póllands til að fara til læknis: „Það er ódýrara þar þrátt fyrir að ég sé ekki lengur sjúkratryggð í Póllandi“

Agniezka Ryniec starfar sem ræstitæknir á Íslandi en hún kemur frá Póllandi. Hún er nýkominn aftur til Íslands en hún skrapp í viku til Póllands til þess að sinna veikri móður sinni á dögunum. Hún segist nýta ferðir sínar til Póllands til þess að fara til læknis og tannlæknis í viðtalsröðinni Fólkið í Eflingu.

„Ég var að koma frá Póllandi, ég skrapp heim í viku að sinna mömmu sem er veik, ég tók út 10 daga desember orlofið mitt núna og sleppi því að fara heim um jólin, næsta ferð verður líklega ekki fyrr en næsta sumar. En auðvitað ef það er eitthvað mikið sem liggur við þá tala ég við yfirþernuna og fæ að skreppa,“ segir Agniezka.

Hún flutti til Íslands fyrir sex árum og kynntist eiginmanni sínum sem hefur búið á Íslandi í 11 ár. Þau giftu sig í Póllandi en þar búa tveir synir Agniezku ásamt fjölskyldum sínum.

„Það var gott að fara heim núna, þótt þetta hafi bara verið skotferð, gott að hitta strákana mína og svo auðvitað mömmu, en þegar ég fer heim á sumrin og dvel lengur þá nota ég ferðina og fer til læknis í leiðinni en aðallega til tannlæknis, það er ódýrara þar þrátt fyrir að ég sé ekki lengur sjúkratryggð í Póllandi af því lögheimilið mitt er hérna.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing