Í yfirlýsingu frá staðahöldurum þar sem upptökur náðust af þingmönnum að tala með niðrandi hætti um kvenkyns stjórnmálamenn er áréttað að aðkoma staðarins að málinu var engin. Þetta kemur fram í frétt Eyjunnar.
Í gærkvöldi fjölluðu Stundin og DV um upptökurnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einn þeirra þingmanna sem heyrist í á upptökunum en hann að það alvarlegasta í málinu sé það ef raunin sé orðin sú að á Íslandi sé farið að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna.
„Vegna fréttaflutnings af leyniupptökum sem áttu sér stað á Kvosinni af nokkrum gestum staðarins, skal tekið skýrt fram að starfsmenn á Kvosin Hotel og Klaustur bar áttu þar hvergi hlut að máli. Þar að auki er enginn hljóðupptökubúnaður á staðnum líkt og ýjað hefur verið að. Kvosin harmar að nafn staðarins hafi dregist inn í fréttaflutning af málinu,“ segir í tilkynningu frá Íris Dögg Ómarsdóttur, framkvæmdastjóra staðarins.
Íris sagði í samtali við Eyjuna í dag að fólk hafi komið að máli við hana og annað starfsfólk til að láta vita að slíkar upptökur væru brot á friðhelgi fólks og að margir hafi haldið að staðurinn sjálfur eða starfsmenn hans væru á bakvið upptökurnar.
Í frétt DV kemur fram að upptökurnar hafi borist miðlunum nafnlaust. Miðillinn harmi að fólk hafi misskilið fréttaflutninginn á þessa leið.