Auglýsing

Bílasala á Akureyri birtir rosalegar myndir: „Nóg að gera hjá okkur í snjómokstri næstu daga“

Eins og fjölmiðlar hafa greint frá hefur snjó hreinlega kyngt niður á Akureyri síðustu daga. Í gær, mánudag mældist snjódýptin í bænum 105 sentímetrar. Í aðstæðum sem þessum getur reynst erfitt viðhalda götum og bílaplönum færum og því fengu starfsmenn Bílasölu Hölds að kenna á í gær.

Eins og sjá má að myndum sem fyritækið birti í gær eru aðstæður til að skoða rúnta um bílasöluna afar erfiðar og mikið verk bíður þeirra sem starfa á sölunni. „Það verður nóg að gera hjá okkur í snjómokstri næstu daga,“ segir í færslu sem bílasalan birti á Facebook í gær og vakið hefur mikla athygli.

Þetta er rosalegt!

Það verður nóg að gera hjá okkur í snjómokstri næstu daga! Þrátt fyrir það er samt alltaf heitt á könnuni 🙂

Posted by Bílasala Hölds on Mánudagur, 3. desember 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing