Auglýsing

Fullveldis Festival sló í gegn á RÚV: „Sérstaklega gaman að sjá lúkkið á þekktum andlitum í 80’s og 90’s“

Þættirnir Fullveldis Festival hafa slegið í gegn í Vikunni með Gísla Martein á föstudagskvöldum í vetur. Berglind Pétursdóttir, umsjónarmaður þáttanna, segir að viðbrögðin við þáttunum hafi verið ótrúlega góð, nú haldi hún áfram hefðbundnum störfum í Vikunni og bíði spennt við símann eftir fleiri skemmtilegum verkefnum.

„Fólk er mjög duglegt að stoppa mig úti á götu og þakka fyrir sig, sem er náttúrulega alltaf jafn ótrúlega þakklátt og gott í hjartað, sérstaklega svona í jólasnjónum,“ segir Berglind.

Í þáttunum kafaði Berglind í Fullveldissögu Íslands en alls voru sýndir fimm þættir þar sem Berglind fór yfir sögu okkar frá árinu 1918.

Sjá einnig: Rúrik Gísla og Unnur Birna svöruðu stórum spurningum hjá Berglindi Festival: „Erum við að verða ljótari?“

„Það skemmtilegasta við þessa vinnu var að hitta alla þessa fróðu viðmælendur og svo auðvitað að rifja upp alla þessa skemmtilegu viðburði og skoða gamalt myndefni úr safni sjónvarpsins. Sérstaklega gaman að sjá lúkkið á þekktum andlitum í 80’s og 90’s. Mikið og sterkt fashion í gangi.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing