Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fjögur voru handtekin vegna líkamsárásar og ráns í Breiðholti í nótt og þrír voru handteknir fyrir árás á dyravörð í miðbæ Reykjavíkur. Báðir aðilar sem urðu fyrir líkamsárás voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.
Þá var maður kýldur ítrekað í andlitið í miðbæ Reykjavíkur snemma í gærkvöldi en árásarmaðurinn var farinn þegar lögreglan mætti á svæðið. Maður var handtekinn á skemmtistað í Kópavogi í nótt grunaður um líkamsárás
Tveir menn voru handteknir í Hafnarfirði grunaðir um þjófnað og annar handtekinn grunaður um þjófnað úr búð í miðbæ Reykjavíkur, einnig var maður handtekinn í Garðabæ grunaður um þjófnað. Í Breiðholti var tekinn maður grunaður um húsbrot.
Lögreglan þurfti þá að hafa afskipti af fjölda fólks sem ók undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu.