Auglýsing

Bára hefur upplifað mikinn stuðning: „Auðvitað má fólk hafa allskonar skoðanir á þessu“

Bára Halldórsdóttir sem tók upp samtal sex þingmanna á veitingastaðnum Klaustur í nóvembermánuði hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð við uppátækinu og upplifað mikinn stuðning. Bára sem kom fyrst fram undir dulnefninu Marvin steig fram í viðtali við Stundina fyrir helgi.

Bára segir engan af þeim sex sem sátu á Klaustri umrætt kvöld hafi reynt að hafa samband við sig eftir að hún steig fram. „Ég hef bara upplifað fullt af jákvæðni og stuðning,“ segir Bára í stuttu spjalli við Nútímann.

Sjá einnig: Bára er uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég býst enn við að vakna og komast að því að þetta hafi allt verið draumur“

Þrátt fyrir að hafa upplifað jákvætt umtal eftir að hún steig fram hefur hún orið vör við nokkrar athugasemdir frá fólki á netinu sem er ekki ánægt með uppátækið. „Ég hef bara séð það í athugasemdum á netinu en ég staldra nú stutt við það. Auðvitað má fólk hafa allskonar skoðanir á þessu,“ segir hún.

Einhverjir hafa bent á að hugsanlega geti þeir aðilar sem fram koma í upptökunum sótt Báru til saka. Hún óttast það ekki. „Ég er ekki hrædd við það nei. Ég tek því þá bara,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing