Gunnar Nelson sigraði Brasilíumanninn Alex Oliveira í UFC bardaga um helgina. Slagurinn var ansi blóðugur en Gunnar blóðgaði Oliveira með olbogahöggi. Oliveira hefur nú birt myndir af sér eftir bardagann en sárið á enninu hans minnir á íslenskar rúnir.
Glöggur Twitter notandi benti á það að sárið er í laginu eins og íslenska rúnin fyrir stafinn A. Oliveira þurfti að láta sauma 29 spor eftir bardagann.
Í fyrstu lotu náði Gunnar Oliveira niður í gólfið en Oliveira náði fleiri höggum á Gunnar. Gunnar náði Oliveira aftur í gólfið snemma í annarri lotunni og náði uppgjafartaki eftir þung olnbogahögg sem hann lét dynja á Brasilíumanninum.
I'm no expert but it appears @GunniNelson left the Icelandic rune for the letter 'A' on Oliveira's dome. pic.twitter.com/Bcy2VxP10I
— Michael Carroll (@MJCflipdascript) December 11, 2018