Eiður Smári Guðjohnsen var einn af þeim sem tók um helgina þátt í úrslitaleik Tommamótsins. Leikurinn var styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson, yfirþjálfara yngri flokka Fylkis, sem glímir við erfið veikindi.
Eiður sýndi flotta takta í leiknum og skoraði fram hjá Hjörvari Hafliðasyni sem stóð í marki andstæðinganna. Hjörvar fór aðeins of snemma niður og Eiður átti ekki í erfiðleikum með að skora.
Sjá einnig: Bjarni Ben tognaði þegar hann reyndi að elta Hreim í Landi og sonum – Sjáðu myndbandið
Myndband af markinu má sjá hér að neðan en Hjörvar, sem hefur fengið á sig mikla og andstyggilega gagnrýni eftir markið, svarar fyrir sig og sýnir myndband af glæsilegri markvörslu sem hann átti í leiknum.
Ég tók þennan séns í tvígang! Heppnaðist í 50% tilvika! Endilega sýndu liðum í heitum löndum þessa vörzlu! Takk. pic.twitter.com/c8gbjYu50e
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) December 10, 2018