Berglind Festival er heldur betur komin í jólaskap en hún kafaði djúpt ofan í jólin í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í gærkvöldi. Berglind komst meðal annars að því að Einar Þorsteinsson, fjölmiðlamaður væri kallaður Jesú. Sjáðu innslagið hér að neðan.
Meðal þeirra sem Berglind ræddi við voru Agnes Sigurðardóttir biskup, Eiríkur Hauksson, tónlistarmaður og Einar Þorsteinsson, Jesúbarn.
„Ég var stundum kallaður Jesú, af því að ég átti afmæli á aðfangadag. Mér fannst það dálítið skemmtilegt,“ sagði Einar.
Sjáðu myndbandið
Af hverju búa þessir dvergar í þessum bjarta sal og hvað gera þeir þar? Í þessum þætti leitast Berglind við að svara öllum þeim spurningum sem brenna á landanum í aðdraganda jóla.
Posted by RÚV on Föstudagur, 14. desember 2018