Auglýsing

Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn fjórða árið í röð

Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn á Íslandi en hann reyndist hlutskarpastur í vinsældakönnun MMR. Kertasníkir hefur verið vinsælasti jólasveinninn hér á landi undanfarin fjögur ár og heldur nú titlinum uppáhalds jólasveinn Íslendinga með 29 prósent tilnefninga.

Stúfur situr fastast í öðru sæti með 25 prósent tilnefninga. Hurðaskellir er svo í þriðja sætinu með 13 prósent tilnefninga. Pottaskefill og Þvörusleikir eru þeir óvinsælustu.

Sjá einnig: Nýjar vegan jólaverur kynntar: „Þau læðast inn í fjárhúsin og frelsa þar fé“


Samtals tóku 68,6% afstöðu til spurningarinnar, aðrir kváðust ekki eiga uppáhalds jólasvein. Hlutfallstölur eru reiknaðar sem hlutfall af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar.

Kertasníkir reyndist vinsælasti jólasveinninn á meðal kvenna en heil 39 prósent kvenna héldu sérstaklega upp á hann, samanborið við 19 prósent karla. Stúfur reyndist hlutskarpastur á meðal karla en 22 prósent þeirra nefndu hann sem sinn uppáhalds jólasvein, samanborið við 27 prósent kvenna.

Mestan mun á vinsældum eftir kyni svarenda var að finna hjá Bjúgnakræki, sem reyndist uppáhalds jólasveinn 9 prósenta karla en einungis 1 prósent kvenna.

1812 Jólasveinar kyn

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing