Notendur samfélagsmiðilsins Instagram urðu margir hverjir hissa í vikunni þegar forritið prófaði nýja uppfærslu. Mikil óánægja var meðal notenda vegna uppfærsluna sem hefur nú verið dregin til baka.
Nýtt viðmót samfélagsmiðilsins lýsti sér þannig að notendur þurftu að fletta til hliðar í stað þess að fletta niður tímalínu líkt og hefur yfirleitt tíðkast á miðlinum.
Adam Mosseri, stjórnandi Instagram, hefur beðist afsökunar á atvikinu en hann sagði að til hefði staðið að prófa nýja viðmótið til mun smærri notendahóps en raunin varð.
Slíkar uppfærslur á Instagram eru vanalega kynntar með góðum fyrirvara og því kom það notendum á óvart þegar forritið hafði breyst án tilkynninga í gær.
Séu notendur enn með nýja viðmótið er hægt að uppfæra forritið og fá það gamla aftur.
Due to a bug, some users saw a change to the way their feed appears today. We quickly fixed the issue and feed is back to normal. We apologize for any confusion.
— Instagram (@instagram) December 27, 2018
Hvað KOM FYRIR INSTAGRAM???? pic.twitter.com/bEPCulsZsW
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) December 27, 2018
This new Instagram update pic.twitter.com/9rzcn607uF
— Zara Larsson (@zaralarsson) December 27, 2018
the fuck eru þessar instagram uppfærslur? versta UI hugmynd sem ég hef séð bara ever. Verð ég núna að interacta við hverja einustu mynd?
— ? Donna ? (@naglalakk) December 27, 2018
Úff þetta instagram update er hryllingur
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) December 27, 2018