Auglýsing

Ökumaður bílsins sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn með réttarstöðu sakbornings

Ökumaður Land Cruiser bílsins sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn hinn 27. Desember síðastliðinn er með réttarstöðu sakbornings. Það er Rúv.is sem greinir frá þessu. Lögregln gerir hins vegar ekki kröfu um að maðurinn sæti farbanni vegna rannsóknar og dómsmeðferðar málsins. 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ökumaðurinn hafi verið yfirheyrður, á sjúkrahúsi, í gær en hann reyndist muna fátt um málsatvik. Hann bíður þess nú, ásamt bróður hans og börnunum tveimur, að fá vottorð læknis um að þau séu ferðafær og megi fara til síns heima í Bretlandi.

Þrír létust í slysinu. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing