Auglýsing

Emmsjé Gauti reyndi að fá Brand Enna til að taka þátt í Jülevenner: „Ég verð allavega waiting in the moonlight þangað til“

Jülevenner Emmsjé Gauta eru orðin fastur liður í jólatónleikaflórunni á Íslandi. Emmsjé hefur undanfarin tvö ár boðið upp á tónleika fyrir jólin með skemmtilegri mixtúru af rappi og jólatónleikum. Í ár voru Aron Can, Birnir, Salka Sól, Páll Óskar og Sigga Beinteins á meðal gesta á tónleikum Gauta en hann reyndi einnig að fá færeyska söngvarann Brand Enna til liðs við sig.

Gauti greindi frá því á Twitter að Brandur hefði verið heitur fyrir því að taka þátt í tónleikunum en því miður hefði það ekki gengið upp í þetta skipti.

„Hefði verið epískur endir að fá Yohönnu inn surprice í dúett,“ skrifar Gauti á Twitter en Brandur og Jóhanna gáfu saman út lagið Still Friends á sínum tíma. Brandur Enni hafði áður slegið í gegn hér á landi með laginu Waiting in the moonlight.

„Það eru liðin nokkur ár frá því ég heimsótti Ísland, tölvupósturinn þinn fékk mig til að brosa og rifja upp þessar heimsóknir,“ skrifar Brandur í svari sínu til Gauta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing