Auglýsing

Ákærður fyrir hótanir og stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að hafa sent foreldrum fyrrverandi eiginkonu sinnar og systrum mynd af henni í kynlífsathöfn. Hann hótaði því að birta myndina og önnur myndbönd á Facebook-síðu sinni. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Karlmaðurinn er ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi, hótanir og stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en konan fer fram á að maðurinn greiði henni eina milljón króna í miskabætur.

Maðurinn er einnig sagður hafa sent myndina til núverandi unnusta konunnar og hótað að dreifa henni til fjölskyldu hans. Saksóknari segir að maðurinn hafi smánað konuna og valdið hjá henni ótta um velferð sína.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing