Auglýsing

Sölvi Tryggva fór í krabbameinsrannsóknir eftir hádegismat með Davíð Oddssyni: „Kannski ýktasta dæmið“

Sölvi Tryggvason var gestur í hlaðvarpsþætti Snorra Björns í vikunni. Sölvi ræddi þar meðal annars hádegisverð sem hann átti með Davíð Oddssyni fyrir um 10 árum síðan sem endaði á því að Sölvi fór í krabbameinsrannsóknir.

Sölvi þurfti að þola alvarlegan heilsubrest á þessum tíma og hefur unnið í sjálfum sér síðan þá. Hann gaf út bókina „Á eigin skinni“ þar sem hann fer yfir tilraunir á eigin hug og líkama til þess að líða betur.

Sölvi segir að ýktasta dæmið um kvíða hjá sé hafi verið þegar hann fór í hádegismat með Davíð. Þá hafi Davíð fengið símtal þar sem honum hafi verið tilkynnt að Geir H. Haarde væri með krabbamein, þá hafði Davíð sjálfur einnig glímt við krabbamein og þeir hafi rætt ferlið ítarlega í þessum hádegismat.

„Ég labba út og það fyrsta sem ég hugsa er: Ég hlýt að vera kominn með krabbamein. Þannig að eftir það fór ég í krabbameinsrannsóknir,“ segir Sölvi og bætir við að allt hafi komið vel úr þeim rannsóknum.

Mataræði, hreyfing, svefn, föstur, bætiefni, kuldaböð, hugleiðsla, öndunaræfingar, tenging við náttúru, og snjallsíma- og skjánotkun eru meðal viðfangsefni bókar Sölva sem ræddi við Snorra um leiðir til þess að vinna í sjálfu sér.

Sjáðu þáttinn

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing