Auglýsing

Áttu 2%?

„Var að hugsa um að byrja hreyfa mig og laga til í mataræðinu en hef bara engan tíma.“ Þær eru af öllum gerðum og stærðum þær afsakanir sem við heyrum. Meðal maður vinnur eða er í skóla 8 tíma á dag. Við ættum einnig að sofa um 8 tíma að jafnaði yfir árið. Og þá eru 8 tímar eftir í leik og önnur skylduverkefni.

Slepptu afsökunum þær eru bara að þvælast fyrir þér. Það er engin afsökun að sinna ekki heilsunni. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Sumir tala um að þeir vilji ekki stela tíma frá börnunum eftir vinnu. Það hlýtur líka að skipta máli fyrir börnin að eiga foreldra sem hugsa um heilsuna, og eru þannig góðar fyrirmyndir. Það má líka mæta fyrir vinnu eða allar líkamsræktarstöðvar á Akureyri opna um 06. Svo er auðvitað alltaf opið í kjarnaskógi til að ganga, skokka eða hlaupa. Það þarf ekki mikin tíma til að bæta heilsuna. 1% er nóg til að byrja með. Byrjaðu að hreyfa þig 30 min á dag eða annanhvorn dag, og skipuleggðu mataræðið betur.

Korter á dag er betra en ekkert. Settu þér hófleg markmið. Þú þarft ekki að klífa allt fjallið fyrir hádegismat.
Á mörgum stöðum er boðið uppá hádegistíma. Hjá okkur í Heilsuþjálfun er það þannig að viðskiptavinir okkar mæta kl 12 og geta verið farnir út með hádegismatinn með sér kl 13. Þá hafa þeir hitað upp í 10 min, æft í 30 min,teygt á í 10 min og skellt sér svo í sturtu í 10 min. Þetta þarf ekki að vera flókið eða taka mikin tíma.

Nýttu helgarnar í hreyfingu úti sem inni. Þú þarft að finna hvað hentar þér. Það verður að vera gaman. Ef þú nýtur þín ekki í tíma eða þeirri hreyfingu sem þú ert í, verður sú hreyfing líklega aldrei hluti af þínu lífsstílsmynstri. Það kostar líka ekkert að gera hnébeygjur, framstig, armbeygjur, plankaróður og klifur heima hjá sér.

Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag, hefur heilsan ekki tíma fyrir þig á morgun.

Ef við eyðum klukkutíma á dag í æfingar er það 4% af deginum þínum. Enn betra ef þú æfir 3-4* í viku sem er gott markmið þá erum við að tala um að jafnaði 2% á dag. Svo auðvitað þarf að skipuleggja mataræðið og velja hollari fæðu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing