Auglýsing

Sérfræðingar á Stöð 2 Sport misstu sig í umræðu um veganúar, kulnun í starfi og núvitund: „Þunglyndi? Þú ert bara í tölvunni allt of lengi fíflið þitt“

Þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson, sérfræðingar í Körfuboltakvöldi Dominos á Stöð 2 Sport eru ekki miklir aðdáendur veganúar átaksins ef marka má orð þeirra í þætti gærkvöldsins. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði þá félaga hvað þeim fyndist um veganúar og viðbrögðin voru vægast sagt undarleg.

„Ertu eitthvað vankaður í höfðinu,“ spurði Jón Halldór þegar Kjartan varpaði fram spurningunni um veganúar. Jón Halldór virtist einnig vera á móti því að fólk kysi að vera edrú í janúar og tók dæmi um vin sinn sem ákvað það ásamt eiginkonu sinni.

Fannar tók í svipaðan streng og Jón og listaði upp nokkur önnur atriði sem hann virðist pirraður yfir. „Núvitund er ekki til. Vegan er blaður og bull skilurðu. Algjört rugl. Ég ætla ekki að fá mér sósu þar sem að einhver dýraafurð gæti hugsanleg….Þegiði, guð minn góður,“ segir Fannar.

Síðan voru þeir félagar sammála um að kulnun í starfi væri ekkert nema leti.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en æsingurinn hefst eftir um fimm og hálfa mínútu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing