Gordon Ramsay var gestur í þættinum Hot Ones í vikunni þar sem hann svaraði spurningum á meðan að hann borðaði sterka vængi. Gordon sagði að það svakalegasta sem hann hefði gert væri að veiða lunda á Íslandi.
Gordon var spurður að því hvort það hefði verið svakalegra að veiða slöngu í Búrma, slátra villtu villisvíni eða veiða lunda á Íslandi og svarið hans var að veiða lunda á Íslandi.
Sjá einnig: Katrín Jakobsdóttir tekur chili-prófið hræðilega: „Mig svíður svo í munninn!“
„Svona lifðu Íslendingar í marga áratugi. Ég hékk í 600 metrum að veiða þennan fugl og bjó til geggjað Lunda salat,“ segir hann.
Hann segir svo sögu frá brauðinu sem hann gerði til þess að setja salatið á. Hann geymdi brauðið við virkt eldfjall yfir nótt og þegar hann kom til baka að sækja það var það horfið. „Ég er enn að leita að þessum víking sem stal þessu helvítis brauði,“ sagði hann.