Fólki með kulnun í starfi fjölgar óeðlilega hratt á Íslandi. Vinnumenning hefur breyst eftir hrunið og aukið álag hefur verið á starfsfólki en nú virðist vera komið að þolmörkum. Pétur Einarsson hagfræðingur upplifði alvarlega kulnun í starfi þegar hann starfaði í íslenskum banka og var búsettur í Lundúnum árið 2003.
Sjá einnig: Hálfdan gerði tilraun og var í vakandi í 42 klukkustundir: „Svolítið eins og maður sé þunnur“
Hann lýsir því þannig að hann hafi alltaf verið mættur fyrstur í vinnuna klukkan sex á morgnana og hafi alltaf viljað klára að tæma tölvupósthólfið áður en hann fór heim á kvöldin. Kulnun í starfi er til umfjöllunar í þáttunum Lifum lengur í Sjónvarpi Símans.
Pétur segir að á virkum dögum hafi hann yfirleitt ekki verið kominn heim fyrr en um níu leytið og þá hafi krakkarnir hans yfirleitt verið farnir að sofa.