Dýralæknastöðin í Grafarholti fjarlægði stærðarinnar sokk úr þörmum labradorhunds sem þangað leitaði í gær. Greint er frá þessu í færslu Dýralæknamiðstöðvarinnar á Facebook.
Í færslunni segir að hundurinn hafi verið orðinn lystarlaus og ekki haldið neinu niðri en eftir að læknar rannsökuðu hann kom sokkurinn í ljós. Ákveðið var að skera sjúklinginn upp og fjarlæga sokkinn.
Dýralæknastöðin í Grafarholti minnir fólk að að passa vel upp á smáhluti í kringum dýr. „Við viljum minna alla gæludýraeigendur á að passa vel upp á smáhluti og föt í kringum dýrin, en einnig að vera vakandi fyrir einkennum um fastan aðskotahlut, en þau eru sérstaklega uppköst, lystarleysi, slappleiki og að halda engu niðri,“ segir í færslunni.
Færslan í heild
Í dag fengum við góða áminningu um hvað hundar og kettir eru miklir óvitar. Fyrst kom til okkar ljúfur og góður labrador…
Posted by Dýralæknamiðstöðin Grafarholti on Föstudagur, 1. febrúar 2019