Auglýsing

Leðurklædd amma og afi slá í gegn í Eurovision auglýsingu frá Kjörís: „Heldur þú að þau hafi ekki verið ánægð með okkur, barnabörnin“

Fyrri undanúrslit í Söngvakeppninni 2019 fara fram í Háskólabíói í kvöld þar sem fyrstu fimm lögin í keppninni í ár verða flutt. Tvö lög fara áfram í úrslitakeppnina en áhorfendur velja hvaða lög fara áfram með símakosningu.

Eitt af þeim lögum sem hefur vakið hvað mesta athygli í ár er lagið Hatið mun sigra með Hatara. Viðbrögðin við laginu hafa verið góð og eru margir sem ganga svo langt að segja að Ísland hafi aldrei áður átt jafn sigurstranglegt framlag.

Í nýrri auglýsingu Kjörís má sjá ömmu og afa sem virðast miklir aðdáendur Hatara.. og að sjálfsögðu íssins. Gamla fólkið hefur boðið barnabarni sínu og maka til sín að horfa á Söngvakeppnina en klæðnaður þeirra bíður upp á lítið annað en vandræðalega kvöldstund.

Hér að neðan má sjá þessar stórskemmtilegu auglýsingar Kjörís. Verkefnið er unnið af Tjarnargötunni Framleiðslustofu og WebMo Design.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing