Leikarinn og samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólason eða Aron Mola hefur slegið í gegn í Ófærð 2 í vetur. Hann hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en hann fékk í gær skilaboð frá spænskum leikara sem talar fyrir persónu Arons í spænsku útgáfunni af Ófærð.
Aron birti skilaboðin á Twitter í morgun.
Wow þetta er geggjað! En getur eh útskýrt fyrir mér seinni partinn af skilaboðunum? pic.twitter.com/xQ43SoYaL6
— ARONMOLA (@aronmola) February 15, 2019
“Þú stóðst þig vel.
Bestu kveðjur”— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 15, 2019
Atli Fannar Bjarkason birti í kjölfarið myndband úr Ófærð með spænsku tali sem er ansi skemmtilegt.
ólafur darri og aron mola eru geggjaðir á íslensku en þeir eru GEGGJAÐIR á spænsku pic.twitter.com/ONa3PqLAw3
— Atli Fannar (@atlifannar) February 15, 2019