Á miðnætti voru ljósin tekin af Eiffel turninum í París en var það gert til minningar um fórnarlömb sprengju árásarinnar í Sri Lanka í gær. „Í kvöld á miðnætti munu ljós mín slökkna til heiðurs fórnarlamba sprengju árásarinnar í Sri Lanka“ þannig hljómaði pósturinn á Twitter aðgangi turnsins í gærkveldi. En á páskadags morgun í Sri Lanka létust að minnsta kosti 290 manns og hundruðir slösuðust í röð sprengjuárása á þrjár kirkjur og fjögur hótel.
Ce soir, je m'éteindrai dès 00h00 pour rendre hommage aux victimes des attentats du Sri Lanka??
Tonight, from 12:00 am, I will turn my lights off to pay tribute to the victims of the Sri Lanka attacks?? #SriLanka pic.twitter.com/a3tv8b58wn
— La tour Eiffel (@LaTourEiffel) April 21, 2019