Kim Kardashian var ein af þeim sem vakti mikla athygli fyrir klæðnað sinn á Met Gala kvöldinu í New York. Kim klæddist mjög þröngum kjól og þurfti mikinn undirbúning til þess að komast í hann.
Sjá einnig: Kim Kardashian grét eftir fyrsta skiptið sitt á Met Gala
Innblásturinn fyrir kjólinn kom úr kvikmyndinni Boy on a Dolphin frá árinu 1957. Kjóllinn var hannaður af Thierry Mugler en þetta er fyrsta flíkin sem hann hefur hannað í 20 ár, það tók hann átta mánuði að gera kjólinn tilbúinn.
Kjóllinn lítur út eins og hann sé blautur, og er unnin úr latex-efni og skreyttur með steinum sem eiga að líta út eins og vatnsdropar.
Hér má sjá myndband af undirbúningi Kardashian