Í dag fer fram lokaatkvæðagreiðsla um stjórnarfrumvarp Svandísar Svavrsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Atkvæðagreiðslunni var frestað í síðustu viku eftir miklar deilur.
Deilurnar snúa helst að ákvæði sem snýr að því að heimila þungunarrof fram á 22. viku meðgöngu, óháð ástæðunni á bakvið ákvörðunina. Núverandi lög heimila þungunarrof til loka 16. viku en vissar aðstæður leyfa þungunarrof eftir þann tíma.
Sjá einnig: Þessi Twitter-þráður sýnir hversu galin þungunarrofs löggjöfin í Georgíu er
Þó nokkrir hafa lýst yfir andstöðu við efni frumvarpsins en þar fara fremst í flokki Inga Sæland og aðrir þingmenn Flokks fólksins. Biskup Íslands hefur skrifað um frumvarpið og hætturnar sem því fylgja, auk þess hafa mjög, mjög margir karlmenn tjáð sig um málið.
Meirihluti velferðarnefndar þingsins hefur þó lagt til að frumvarpið verði samþykkt. Atkvæði verða einnig greidd með breytingartillögu Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en þar er þungunarrof heimilt fram á 20. viku.