Það kom mörgum á óvart að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur í gær. Bjarni var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.
Margir hafa tjáð sig um ákvörðun Bjarna á Twitter og telja ákveðna hræsni í henni þar sem hann hefur í gegnum tíðina verið sýnilegur í baráttumálum kvenna á borð við HeforShe herferðina.
Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni á Twitter
Fólk sem er á móti þungunarrofs frumvarpinu eru yfir höfuð lélegar týpur en fólk eins og Bjarni Ben sem tekur þátt í verkefnum á vegum UN Women, er einhver HeForShe IMPACT Champion og þykist vilja jafnrétti og kvenfrelsi er sorglegt og fokking lame
— Adda (@addathsmara) May 13, 2019
Algjör usual suspects á þessum nei lista en ég skil ekki alveg að Bjarni Ben sé þarna ?
Finnst hann almennt maður með svona tja, basic common sense (þó ég sé yfirleitt ósammála honum í pólitík), en hvað gerðist þarna ?— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) May 13, 2019
Sorry en frelsi einstaklingsins, nema kvenna, er gríðarlega þreytt dæmi
Skammist ykkar innilega @Bjarni_Ben, @BrynjarNielsson, @jon_gunnarsson, @OliBjornKarason, @magnussonpall, @siggaandersen og fleiri
Kudos @aslaugarna, @bryndisharalds, @GudlaugurThor, @kristjanthorj og fleiri— Álfur Birkir (@AlfurBirkir) May 13, 2019
Ætli sé líklegt að @Bjarni_Ben myndi segja að frelsi karlmanna til að ráða yfir eigin líkama geti ekki trompað allt? Eða á það bara við um konur?
— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) May 13, 2019
Bjarni Ben: Frelsi. Frelsi alls staðar. Handa öllum.
Bjarni Ben: Nema konum sem vilja sjálfar geta tekið ákvörðun sem er þeim oftast gríðarlega þungbær.
— Ásdís (@asdiso) May 13, 2019
Bíddu? Ertu að tala um HeforShe Champion Bjarni Ben?
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) May 13, 2019
Bjarni Ben sagði nei. NEI. Gerði ekki einu sinni grein fyrir atkvæðinu. Ég get ekki að hann sé á þessari köldu línu svona valdamikill og rosalega dýrkaður af alls konar liði og alltaf að blaðra um FRELSI!?
— Vala Jónsdóttir (@valawaldorf) May 13, 2019
Skil þetta bara eftir hér pic.twitter.com/DYKawbWKAE
— Sveinlaug Sigurðard. (@SveinlaugS) May 13, 2019