Bandaríski leikarinn Rainn Wilson, sem gerði garðinn frægan sem Dwight í bandarísku útgáfu gamanþáttanna The Office,, mun leika í sjónvarpsþáttunum Ráðherrann. Wilson var staddur hér á landi í vikunni við upptökur á þáttunum.
Wilson birti myndir af tökuliði þáttanna á Twitter aðgangi sínum. „Þegar þú ert við tökur á íslenskum sjónvarpsþætti á Íslandi virkar tökuliðið mjög, nú, ákaflega íslenskt,“ skrifar hann við myndina.
Í færslunni merkir hann sjónvarpsþáttinn Ráðherrann og leikarann Ólaf Darra sem fer með aðalhlutverkið í þættinum. Þuríður Blær, Aníta Briem og Þorvaldur Davíð fara einnig með hlutverk í þættinum.
Ekkert hefur verið gefið upp um hvaða hlutverk Wilson fer með í þáttunum en hann var viðstaddur tökur í Hallgrímskirkju um síðustu helgi. Ólafur Darri og Wilson hafa áður leikið saman í hákarlamyndinni The Meg.
When you’re shooting an Icelandic TV show in Iceland, the crew looks, well, downright Icelandic. #VikingCrew #TheMinister @OlafurDarri pic.twitter.com/hs7hXXQ5IJ
— RainnWilson (@rainnwilson) May 13, 2019
Murals of Reykjavík #Iceland pic.twitter.com/slQNJU3LZG
— RainnWilson (@rainnwilson) May 14, 2019