Íslensk-norska hljómsveitin hefur verið að vekja verðskuldaða athygli í tónlistarsenunni í Berlín undanfarið. Hljómsveitin sendi á dögunum frá sér sinn fyrsta singúl, Fearless. Hlustaðu á lagið hér að neðan.
Banglist samanstendur af tveimur Íslendingum, þeim Ásdísi Maríu, söngkonu og Pétri Karl, gítarleikara, og tveimur Norðmönnum, Per Tore Monstad, bassaleikara og Ylvu Brandtsegg, trommara.