Fréttablaðið greindi frá því í dag að siðanefnd Alþingis telji að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafi brotið gegn siðareglum þingmanna vegna ummæla sem hún lét falla um greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun siðanefndar hefur verið gagnrýnd í dag en margir telja það kaldhæðnislegt að Þórhildur sé sú sem er talin hafa brotið siðareglur vegna ummæla um alvarlegra mál.
Sjá einnig: Fjórar ástæður fyrir því að aksturspeningamálið er raunverulegur skandall
Pistlahöfundurinn Hrafn Jónsson telur að næsta rökrétta skrefið fyrir siðanefnd sé að rannsaka hvort að úrskurðir siðanefndarinnar sjálfrar skaði ekki ímynd Alþingis.
Þórhildur segist sjálf vera ósátt við niðurstöðuna í samtali við Fréttablaðið og telur hún að siðanefnd hafi ekki kannað sannleiksgildi orða hennar.
Hér má sjá brot úr umræðum um málið á Twitter:
Augljóst næsta skref fyrir siðanefnd Alþingis er að úrskurða um hvort úrskurðir siðanefndar Aþingis skaði ekki ímynd Alþingis. pic.twitter.com/JV3AlH5yXE
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 17, 2019
Stór sigur fyrir the old boys club í dag. Fá kredit frá siðanefnd Alþingis fyrir að reyna að þagga niður í Þórhildi Sunnu. Kerfið haggast ekki #12stig #karlarnirokkar
— Spýtukubbur (@svartbakinsky) May 17, 2019
Ahhh… já…. siðanefnd Alþingis, sem hefur alltaf tekið réttar ákvarðanir eins og með Klaustursmálið… siðanefndin góða og rétta pic.twitter.com/SFb3PTgarT
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) May 17, 2019
Ásmundur Friðriks tók 23 milljónir í aksturskostnað á 5 árum. Hann viðurkenndi að hafa farið yfir strikið með því að hætta að aka eigin bíl og skila (mjög litlum) hluta peninganna.
Samt var það Þórhildur Sunna sem braut siðareglur þingsins útaf orðalagi (!) í umræðum um málið ?
— Atli Fannar (@atlifannar) May 17, 2019
Siðanefnd Alþingis sýnir það og sannar að karlmenn komast upp með töluvert alvarlegari hluti en kvenmenn.
— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) May 17, 2019
Siðanefnd Alþingis gengur fram af mér pic.twitter.com/YIJ6kgoIUz
— Margrét (@MargretVaff) May 17, 2019