Auglýsing

Norðurstrandarleiðin í þriðja sæti hjá Lonely Planet yfir bestu áfangastaði Evrópu

Breski ferðavísirinn Lonely Planet birti í dag árlegan lista yfir tíu mest spennandi áfangastaði Evrópu. Norðurstrandarleiðin á Íslandi er í þriðja sæti listans.

Norðurstrandarleiðin, sem kallast á ensku Arctic Coast Way, opnar formlega í næsta mánuði en um er að ræða 900 kílómetra langa leið meðfram Norðurströnd Íslands sem teygir sig inn í land og út til fjögurra eyja, þar á meðal Grímseyjar og Hríseyjar.

Á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands segir um leiðina: „Með 21 bæ eða þorpi og fjórum eyjum sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Ferðafólk sem fer þessa leið fær tækifæri til að ná betri tengslum við náttúruna, litskrúðugt menningarlíf og einnig hið daglegt amstur þeirra sem búa í nálægt við norðurheimskautsbauginn.“

Lista Lonely Planet yfir tíu bestu eða áhugaverðustu áfangastaðina í Evrópu 2019 má skoða hér.

Tíu bestu áfangastaðirnir í Evrópu, að mati Lonely Planet, eru eftirfarandi:

Tatras-fjöll
Madríd
Norðurstrandarleiðin
Hersegóvína
Barí á Ítalíu
Hjaltlandseyjar
Lyon í Frakklandi
Liechstenstein
Vevey í Sviss
Istria í Króatíu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing