Auglýsing

Fimm mánaða fangelsi fyrir að fróa sér fyrir framan stjúpdætur sínar og bera sig ítrekað

Karlmaður sem beraði sig ítrekað fyrir stjúpdætrum sínum, fróaði sér fyrir framan þær og skipaði þeim að horfa hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir kynferðis- og barnaverndarlagabrot. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Á vef RÚV kemur fram að maðurinn hafi ítrekað sýnt stjúpdætrum sínum ósiðlegt athæfi og að hann hafi stundað sjálfsfróun í herbergi sínu og inn í stofu íbúðar þeirra að þeim ásjáandi.

Þá er hann dæmdur fyrir að hafa tvisvar opnað baðslopp sinn á meðan kynfæri hans sáust í reisn og snert sig. Hann skipaði annarri stúlkunni að horfa á sig í eitt skipti þegar hann beraði sig á meðan þau voru að horfa á sjónvarpið.

Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en kvaðst minnast þess að hafa fengið holdris á meðan hann horfði á sjónvarpið með annarri stúlkunni. Hann neitaði því þó að hafa gripið í hana og neytt hana til að horfa.

Dómurinn taldi hinsvegar framburð systranna trúverðugan. Auk fimm mánaða fangelsis er honum gert að greiða annarri stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing