Auglýsing

Opna minnsta McDonalds stað í heimi í Svíþjóð

Hamborgarakeðja McDonald’s hefur opnað sinn minnsta veitingastað í Svíþjóð. Staðurinn er þó ekki hefðbundinn hamborgarastaður en hann er ætlaður öðrum viðskiptavinum en flestir McDonald’s staðir í heiminum.

Sjá einnig: McDonalds ekki með nein áform um að opna á Íslandi aftur

Staðurinn er ætlaður býflugum en í honum rúmast þúsundir býflugna. McHive er nýtt átak McDonalds fyrir býflugur en til­gang­ur bús­ins er að vekja at­hygli á til­rauna­verk­efni sænskra McDon­ald’s-staða sem eru með bý­flugna­bú á þak­inu auk blóma til að skapa bý­flug­um at­hvarf en bý­flug­ur um heim all­an eru í bráðri út­rým­ing­ar­hættu og er talið fjórðung­ur allra bý­flugna­teg­unda í Banda­ríkj­un­um séu í út­rým­ing­ar­hættu.

Í dag má finna bú á öllum stöðum keðjunnar í Svíþjóð og er stefnt á að verði einnig tilfellið um allan heim fljótlega.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing