Auglýsing

Hert lög um þungunarrof samþykkt í Louisiana-fylki Bandaríkjanna

Ný og hert lög um þungunarrof hafa verið samþykkt í báðum deildum ríkisþingsins í Louisiana. Lögin segja til um að þungunarrof sé bannað í Louisiana frá þeim degi sem hjartsláttur fósturs er greinanlegur, það getur gerst á sjöttu viku meðgöngu og gerist ekki síðar en á þeirri áttundu. Lögin svipa til þeirra sem voru samþykkt í Alabama á dögunum.

Sjá einnig: Stríð gegn konum í Bandaríkjunum

Undanþágur eru einungis veittar ef líf móðurinnar er í hættu eða ef fóstrið er með banvænan sjúkdóm eða galla. Það skiptir engu máli hvernig þungunin kemur til og mega konur því ekki fara í fóstureyðingu eftir að hjartsláttur finnst þó svo að um sé að ræða nauðgun, barnaníð eða sifjaspell.

Sjá einnig: Þessi Twitter-þráður sýnir hversu galin þungunarrofs löggjöfin í Georgíu er

Það má búast við því að dómstólar í Louisiana muni reyna að koma í veg fyrir gildistöku laganna eins og hefur verið gert í öðrum ríkjum þar sem svipaðar löggjafir hafa verið samþykktar.

 
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing