Bára Halldórsdóttir eyddi klaustursupptökunum víðfrægu við mikla viðhöfn á Gauknum í gærkvöldi. Boðað var til Báramótabrennu sem hófs klukkan 21 í gærkvöldi og var þétt dagskrá sem endaði á því að upptökunum var eytt. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Bára þurfti að eyða upptökunum eftur úrskurð Persónuverndar á dögunum. Lögfræðingar Báru sáu um að skrásetja viðburðinn og þáflutti Halldór Auðar Svansson, fyrrum borgarfulltrúi, ávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára.
Bára sýndi frá eyðingunni í beinni á Facebook síðu sinni þar sem hún skrifaði: „Fylgist með mér eyða upptökunum sem sýndu raunverulegu ásýnd opinberra manna og konu, upptökum sem urðu upphafið af byltingu. Upttökum sem mér ber að eyða. Ég tek ábyrgð, hvað með þau?“
Stór stund í stjórnmálasögunni þegar Bára eyðir Klaustursupptökunum. pic.twitter.com/r2WEqkW0gt
— Andrés Ingi (@andresingi) June 4, 2019
„Ég tek ábyrgð, hvað með þau?“#takkbára #klaustur #báramótabrennan pic.twitter.com/SKbdZz1XZd
— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) June 4, 2019