Auglýsing

Starfsmaður flugfélagsins rekinn vegna sætaskipan Hatara eftir Eurovision

Starfsmaðurinn sem úthlutaði liðsmönnum Hatara verstu sætin í flugvélinni á leið frá Tel Aviv hefur verið rekinn. Sniðgöngu á flugfélaginu El Al hefur verið hótað í kjölfarið. Þetta kem­ur fram á vef Times of Isra­el.

Sjá einnig: Hatarar fengu „verstu“ sætin í flugvélinni frá Ísrael vegna mótmælanna: „Svölu krakkarnir sitja aftast“

Flugvallarstarfsmenn á flugvellinum í Tel Aviv montuðu sig af því á netinu að hafa sett meðlimi Hatara í verstu sætin þegar hópurinn flaug frá Tel Aviv til London.

Samkvæmt Times of Israel eru andófsmenn Hatara ekki sáttir með það að starfsmaðurinn hafi verið rekinn og hóta því að sniðganga flugfélagið.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing