Auglýsing

Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls

Vísir greindi frá því í dag að í gær hafi nokkrir verið handteknir í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Handtökurnar eru í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál og greinir Vísir frá því að samkvæmt heimildum miðilsins sé um mikið magn fíkniefna að ræða.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að sjö hafi verið handteknir í gær og en fjórir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21.júní og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fjórmenningarnir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um skipulagða brotastarfsemi.

Rannsókn lögreglunnar snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvættis, en lögreglan réðst í níu húsleitir vegna málsins og er ljóst að um stórfelldar aðgerðir er að ræða. Rannsókn málsins er enn á frumstigi og veitir lögreglan engar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing